Þór Þ vann sinn annan sigur í röð er liðið mætti Skallagrím í áttundu umferð Dominos deildar karla. Þór stakk af í seinni hálfleik og vann 87-74.
Umfjöllun um helstu þætti leiksins.
Vörn drekans small í seinni
Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og var staðan 45-45 í hálfleik. Þór Þ setti þá í lás og lét Skallagrím hafa fyrir öllu strax í upphafi þriðja leikhluta. Þórsarar voru hungraðari í seinni hálfleik og einfaldlega gerðu meira til að sækja þennan sigur.
The Halldór Garðar Show
Halldór Garðar Hermannsson var sjóðandi heitur í leik dagsins og var alpha og ómega í leik Þórs. Hann setti sex þriggja stiga körfur í tólf skotum. Auk þess var hann með sex stoðsendingar og gerði vel að halda hraðanum uppi og taka ábyrgð á stórum augnarblikum.
Ráðaleysi Skallagríms
Um leið og vörn Þórs hertist í seinni hálfleik urðu grænir fljótt litlir í sér. Sóknarleikur liðsins varð algjör katastrófa, leikmenn ætluðu að sigra heiminn í öllum sóknum og gátu ekki hitt sjóinn þó þær stæðu á bryggjunni. Borgnesingar fundu engin ráð áttu ekkert skilið úr þessum leik ef miðað er við frammistöðuna í seinni hálfleik.
Tveir í röð hjá Þór
Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hafa Þórsarar nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum í kringum sig í deildinni. Liðið hefur klárlega mikla hæfileika og ættu þessir tveir sigrar að geta gefið liðinu sjálfstraust til að byrja þetta tímabil að alvöru. Þórsarar geta klárlega horft upp fyrir sig og verða án efa við úrslitakeppnina frekar en fallbaráttu.
Tölfræði leiksins