spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Grindavík mætir í DHL-höllina - Kristófer með KR

Leikir dagsins: Grindavík mætir í DHL-höllina – Kristófer með KR

Áttunda umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Umferðin er sú síðasta fyrir tveggja vikna landsleikjahlé.

Lið sem eru í neðri hluta deildarinnar Þór Þ og Skallagrímur mættast í Icelandic Glacial höllinni í gríðarlega mikilvægum leik. Tindastóll fær ÍR í heimsókn en liðin mættust í undanúrslitaeinvíginu á síðustu leiktíð.

Liðin sem mættust í úrslitaeinvígi Dominos deildarinnar fyrir tveimur árum mætast aftur í áhugaverðum leik í DHL-Höllinni. Þar fær KR Grindavík í heimsókn í áhugaverðum leik. KR komnir með Kristófer Acox aftur í lið sitt fyrir kvöldið, en ekki er ólíklegt að þessi besti leikmaður síðasta tímabils muni styrkja lið Íslandsmeistaranna töluvert strax í fyrsta leik.

Fjallað verður um leiki dagsins hér á Körfunni í kvöld.

Leikir dagsins: 

Dominos deild karla:

Þór Þ – Skallagrímur kl 19:15

Tindastóll – ÍR kl 19:15

KR – Grindavík kl 19:15

  1. deild karla:

Höttur – Selfoss kl 19:15

 

Fréttir
- Auglýsing -