Greint var frá því í dag að leikmaður í úrvalsdeild karla hefði fallið á lyfjaprófi á rúv.is. Vísir greindi í kjölfarið frá því að þeir hefðu það eftir öruggum heimildum að umræddur leikmaður væri Oddur Rúnar Kristjánsson leikmaður Vals.
Oddur lék síðast í Dominos deildinni og þá í byrjunarliði Vals 18. október. En hefur ekkert komið við sögu síðan þá nema í bikarleik á móti Njarðvík 4. nóvember, þar sem hann kom af bekknum og spilaði tæpar 8 mínútur.
Oddur er 23 ára en óljóst er hvert framhaldið verður. Lágmarks bann fyrir að falla á lyfjaprófi eru 4 ár. Lyfjaeftirlitið hefur enn ekki dæmt í málinu en það verður væntanlega tekið fyrir á næstunni.