ÍA tók í dag á móti KR b á Akranesi. KR liðið var fámennt en góðmennt og óhætt að segja að það hafi verið valinn maður í hverju rúmi.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en þá skildu leiðir og lökatölur í íþróttahúsinu við Vesturgötu 77-118.
KR ingar byrjuðu að hitta þristunum sínum hverjum af öðrum og fóru Óli Ægis og Jóhannes þar fremstir í flokki. Óli endaði leikinn með 27 stig og gott ef þau komu ekki öll úr þriggja stiga skotum. Finnur Magnússon skilaði tvöfaldri tvennu með 16 stig og 11 fráköst og Guðmundur bróðir hans lék það næstum eftir, einnig með 16 stig en 9 fráköst.
Hjá ÍA var Chaz stigahæstur með 21 stig og 9 fráköst, Sindri var með 16 stig og 7 fráköst en Hjalti var með tvöfalda tvennu, 13 stig og 13 fráköst auk þess að gefa 5 stoðsendingar.
Það var gaman að sjá innkomu Arons Elvars Dagsonar, Þórissonar, í dag en hann er fæddur árið 2004 og sýndi að það er ekki langt í að ungu strákarnir hjá ÍA fari að fá fleiri tækifæri.
Töfræði ÍA
Hjalti 13 stig, 13 fráköst, 5 stoðsendingar
Gabríel 1 stoðsending
Jón Trausta 2 fráköst
Chaz 21 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingar
Valdimar 1 frákast
Arnar Smári 12 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar
Elvar 2 fráköst, 1 stoðsending
Sindri 16 stig, 7 fráköst, 1 stoðsending
Þorsteinn 2 stig, 3 fráköst
Ragnar 9 stig, 1 frákast
Gunnar 2 stig, 2 fráköst
Aron 2 stig, 2 fráköst
Tölfræði KRb
Finnur 16 stig, 11 fráköst, 3 stiðsendingar
Skarphéðinn 17 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar
Jóhannes 16 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar
Ólafur 27 stig, 2 fráköst, 3 stoðsendingar
Pálmi 20 stig, 1 frákast, 3 stiðsendingar
Ellert 8 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar
Guðmundur 16 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar
Umfjöllun / HGH
Mynd / Jónas H. Ottósson