spot_img
HomeÚti í heimiHáskólaboltinnJón Axel sá um Wichita State

Jón Axel sá um Wichita State

 

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að heilla í Bandaríska háskólaboltanum og virðist hann lyfta leik sínum með hverju ári sem líður.  Í nótt átti Jón Axel hreint út sagt frábæran leik þegar hann skoraði 33 stig og tók 8 fráköst í 57:53 sigri gegn nautsterkum skóla Wichita State.

Það er ekkert leyndarmál að Jón Axel réð úrslitum leiksins því hann skoraði 12 síðustu stig Davidson í leiknum þar á meðal karfa og víti (And 1) sem jafnaði leikinn í 50 stigum og svo þristur á lokakaflanum sem komu Davidson yfir í leiknum.

 

Davidson hafa byrjað tímabilið vel og eru með 3 sigra og hafa ekki enn tapað leik en þeir spila næst gegn liði Purdue.

Fréttir
- Auglýsing -