Það er nú ljóst að Finnur Atli Magnússon mun leika með KR í Dominos deildinni í vetur. Finnur sem lék með Haukum á síðustu leiktíð flutti til Ungverjalands og var styrktarþjálfari hjá Cegléd þar sem kona hans Helena Sverrisdóttir lék.
Í vikunni fluttu þau svo heim og sögðu samningnum upp við Cegléd. Helena samdi við Val en Finnur sem hafði skipt yfir í KR fyrr í vetur til að leika með B-liði liðsins.
Hann hefur síðustu daga æft með aðalliði KR og verður í hóp þegar liðið mætir hans fyrrum félögum í Haukum í kvöld. Þetta staðfesti KR í hádeginu.
Leikur KR og Hauka fer fram kl 19:15 í DHL-hölinni og er ljóst að Finnur mun þar kljást ásamt fyrrum Haukamanninum Emil Barja gegn sínum fyrrum félögum.