Framherjinn Kristófer Acox er laus undan samningi sínum við Denain í frönsku Pro B deildinni og er hann á leiðinni aftur heim í KR. Samkvæmt þjálfara liðsins, Inga Þór Steinþórssyni, mun Kristófer hafa losnað frá Frakklandi í dag og verður hann aftur orðinn leikmaður Íslandsmeistarana á morgun.
Kristófer þarf vart að kynna fyrir íslenskum körfuknattleiksaðdáendum, en í Íslandsmeistaraliði KR á síðasta tímabili var hann bæði valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar, ásamt því að fá svo verðlaun verðmætasta leikmanns tímabilsins.