Breiðablik leitar nú af nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna en Margrét Sturlaugsdóttir hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari.
Í tilkynningu frá Breiðablik segir:
Margrét Sturlaugsdóttir hefur óskað eftir því við félagið að fá að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Ákvörðun þessi er tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni. Margrét hefur verið að glíma við erfið veikindi og ætlar nú að huga að heilsunni.
Breiðablik vill þakka Margréti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.
Blikar hefja nú leit af þjálfara en samkvæmt tilkynningu er leitin hafin. Næsti leikur Breiðabliks er þann 25. nóvember næstkomandi en landsleikjahlé er í gangi í Dominos deild kvenna þessa dagana.