spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrjótharður Njarðvíkursigur

Grjótharður Njarðvíkursigur

Njarðvíkingar tóku á móti KR í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar höfðu tapað einum leik í deildinni eins og KR, og það var á móti Tindastól sem KR unnu í síðustu umferð. Stóru fréttirnar fyrir leik voru þær að Pawel Ermolinski var í leikmannahóp KR.

Mikil barátta einkenndi leikinn á fyrstu mínútum. Njarðvíkingar tóku þó fljótlega öll völd á vellinum, staðan eftir fyrsta leikhluta 27 – 17. Lætin voru ekki minni í öðrum leikhluta. Gríðarleg stemning í ljónagryfjunni og heimamenn gjörsamlega gengu yfir gestina. Staðan í hálfleik 52 – 27.

KRingar komu betur stemmdir til þriðja leikhluta. Heimamenn gáfu þeim þó ekkert. Staðan að þriðja leikhluta loknum 65 – 43. KRingum tókst ekki að sækja neitt í fjórða leikhluta og sanngjarn sigur heimamanna því í höfn. Lokatölur 85 – 67.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Jeb Ivey, Kristinn Pálsson, Maciek Baginski, Ólafur Helgi Jónsson og Mario Matasovic

KR:  Sigurður Þorvaldsson, Jón Arnór Stefánsson, Björn Kristjánsson, Emil Barja og Julian Boyd

Þáttaskil:

Fyrri hálfleikur eins og hann leggur sig. Það var bara eitt lið á vellinum og það voru Njarðvíkingar! Þvílíka baráttu og leikgleði sér maður sjaldan svona snemma á tímabilinu. Heimamenn mætu til leiks og ætluðu sér sigur frá fyrstu mínútu á meðan KRingar léku eins og þeir væru mættir á rólega eftirmiðdagsæfingu.

Tölfræðin lýgur ekki:

Njarðvíkingar hittu betur, 61 %– 46% í tveggja og 29% – 25% í þriggja.

Hetjan:

Njarðvíkingar spiluðu mjög vel í kvöld og margir áttu flottan leik en Mario Matasovic var bestur heimamanna með 24 stig og 30 framlagspunkta.

Kjarninn:

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. KRingar mættu loks til leiks í seinni hálfleik. Það dugði samt ekki til, þar sem heimamenn voru með leikinn í sínum höndum fram á síðustu mínútu. Það getur reynst dýrkeypt að mæta ekki til leiks í fyrri hálfleik.

Tölfræði

Myndir: Jón Björn Ólafsson

Viðtöl:

Logi Gunnarsson

Einar Árni Jóhannsson

Jón Arnór Stefánsson

Ingi Þór Steinþórsson

Fréttir
- Auglýsing -