Alba Berlín þurfti framlengingu til að leggja tyrkneska liðið Tofus í EuroCup evrópukeppninni í fyrra dag. Leikurinn var hnífjafn en Alba náði í 106-101 sigur að lokum.
Líkt og við greindum frá í gær gat Martin ekki leikið síðustu mínútur leiksins þar sem hann meiddist á ökkla í byrjun fjórða leikhluta.
Félagið hefur nú staðfest að myndatökur sýna að Martin er með rifu í liðbandi í hægri ökkla. Meiðslin þýða að hann verður frá í nokkrar vikur en hann bætist á ansi myndarlegan meiðslalista Alba Berlín.
Meiðslin þýða að þátttaka Martins í landsleiknum gegn Belgum er í hættu. Leikurinn fer fram þann 29. nóvember næstkomandi og þarf Martin því nokkuð skjótann bata.