Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.
Sjötta umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Toppliðin mæta liðum í neðri hlutanum en eins og sýnt hefur verið getur allt gerst í þessari deild.
Spámaður vikunnar er núverandi leikmaður Breiðablik B, fyrrum leikmaður Gnúpverja og Twittermennið Tómas Steindórsson.
________________________________________________________________________
Keflavík 98-81 Breiðablik
Eftir góðan sigur á móti Sköllum í síðustu umferð munu Blikar verður Keflavík aðeins of stór biti og þeir munu þurfa að játa sig sigraða. Blikar hafa samt verið sprækari en flestir gerðu ráð fyrir í upphafi tímabils en ég sé ekki alveg hver ætlar að stoppa Craion í teignum. Hvet áhugafólk um fallega karlmenn að fylgjast með Bjarna Geir Gunnarssyni hjá Breiðablik, alvöru eintak þar á ferð.
Þór Þorlákshöfn 88-84 ÍR
Þessi leikur mun fara niður vírinn fræga en á endanum verður það heimavöllurinn sem telur og strákarnir hans Baldurs sigra að lokum. Geri ráð fyrir að minnsta kosti fjórum þristum frá Davíð konungi sem mun skála í Icelandic Glacial vatni eftir leik.
Valur 68-78 Stjarnan
Þetta verður klárlega leiðinlegasti leikur umferðarinnar. Valsarar búnir að tapa öllum sínum leikjum hingað til og ég sé það ekki breytast á móti Stjörnunni. Stjarnan nenna samt ekki að rústa þeim, munu dreifa álaginu og klára þetta með 10 stigum í low scoring leik.
Tindastóll 97-84 Grindavík
Grindavík litu nokkuð vel út í bikarnum á móti Keflavík og ég myndi spá þeim sigri ef Stólarnir hefðu ekki tapað á móti KR í síðustu viku. Þeir eru ekki að fara að tapa tveimur leikjum í röð í deildarkeppninni á þessu tímabili þannig að heimamenn klára þetta. Brilli verður í 30 stigunum.
Haukar 77-85 Skallagrímur
Afskaplega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem getur skorið úr um hvort að þau ætli sér að vera í fallbaráttu eða berjast um sæti í úrslitakeppni. Hauka manían verður í húsinu með safann undir sætinu en það mun ekki duga til, Skallar mæta brjálaðir til leiks eftir tapið á móti Blikum og loka þessu. Minn maður Bjarni Guðmann mun gefa tvö óþægileg olnbogaskot í frákastabaráttu og aðstoðarþjálfari Skallagríms og efnilegasti þjálfari Noregs árið 2017, Hörður Unnsteinsson, fær tæknivillu fyrir tuð.
Njarðvík 101-88 KR
KR munu mæta kærulausir í þennan leik eftir góðan sigur á móti Tindastól. Njarðvík munu þakka pent fyrir sig, leiða með 20 stigum í hálfleik og klára þetta þægilega. KR munu samt ekkert missa svefn yfir því að tapa þessu því að Ingi er strax byrjaður að pæla í hvernig hann munu spila þegar Helgi, Darri, Pavel og Acox verða mættir í úrslitakeppnina.
Spámenn tímabilsins: