Sjötta umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Toppliðin mæta liðum í neðri hlutanum en eins og sýnt hefur verið getur allt gerst í þessari deild.
Í Keflavík fá heimamenn Breiðablik í heimsókn. Blikar hafa einungis tvisvar unnið Keflavík í deildarkeppninni og þar af einu sinni í Keflavík og var það fyrir níu árum er Breiðablik vann 107-86.
Á Sauðárkróki snýr Sigtryggur Arnar aftur en hann var hjá liði Tindastóls á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari þar. Arnar spilar með Grindavík í dag sem vann góðan sigur á Keflavík í bikarnum í byrjun vikunnar.
Valsarar freista þess að ná í sinn fyrsta sigur þegar Stjarnan mætir í heimsókn. Þá fá Þórsarar ÍR í heimsókn.
Fjallað verður um leiki dagsins í kvöld.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
Keflavík – Breiðablik – kl. 19:15
Þór Þ – ÍR – kl. 19:15
Valur – Stjarnan – kl. 19:15
Tindastóll – Grindavík – kl. 19:15