spot_img
HomeFréttirSara Rún fékk tvær viðurkenningar fyrir tímabilið

Sara Rún fékk tvær viðurkenningar fyrir tímabilið

Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður Canisius háskólans í Bandaríkjunum hefur nú sitt lokaár við háskólann og er heldur betur að gera gott mót.

Sara átti mjög gott tímabil í fyrra og var þar strax orðin ein af sterkustu leikmönnum liðsins. Fyrir tímabilið hlaut hún svo tvær viðurkenningar veittar af þjálfurum og leikmönnum hinna liðanna í deildinni.

Annars vegar var hún valin í annað úrvalslið MAAC deildarinnar sem hún leikur í. Hún var í þriðja úrvalsliðinu að loknu síðasta tímabili og því ljóst að hún er að stökkva upp metorðastigan þar ytra.

Seinni viðurkenningin var sú að hún var valin í úrvalslið All-Big 4 háskólanna sem fjölmiðlamenn þar völdu. Sara var ein af þremur leikmönnum sem fengu rússneska kosningu eða öll atkvæðin í þessari kosningu.

Canisius hefur leik í háskólaboltanum á föstudaginn er liðið mætir Miami (Ohio) háskólanum þar sem gera má ráð fyrir að Sara fari fyrir sínu liði.

Fréttir
- Auglýsing -