spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKróati til liðs við Blika

Króati til liðs við Blika

Breiðablik hefur samið við hinn króatíska Jure Gunjina um að leika með liðinu í Domino’s deild karla það sem eftir lifir móts, að því er fram kemur á Facebook síðu körfuknattleiksdeildar félagsins.

Gunjina sem er fæddur árið 1992 er 203 sentímetrar á hæð, sem hefur meðal annars spilað fyrir Georgia Southwestern í háskólaboltanum og Magia Huesca í LEB-Gold deildinni á Spáni. Tímabilið 2017-2018 var hann að mála hjá Newcastle Eagles á Englandi þar sem hann skilaði 8 stigum, 4.5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Er það von Blika að Gunjina muni styrkja liðið í baráttunni í Domino’s deildinni, en að loknum fimm umferðum hafa Blikar unnið einn leik og tapað fjórum, og sitja sem stendur í 10. sæti. Næsti leikur liðsins er þó í Geysisbikarnum, en þá fara Blikar í heimsókn í Mathús Garðabæjarhöllina þar sem þeir mæta Stjörnunni í 32-liða úrslitum, og verður fróðlegt að sjá hvort Gunjina verði mættur til leiks, en næsti leikur Blika í Domino’s deildinni er fimmtudaginn 8. nóvember í Keflavík.

Fréttir
- Auglýsing -