spot_img
HomeFréttirElín Sóley nálægt tvennu í fyrsta leik

Elín Sóley nálægt tvennu í fyrsta leik

Bandaríski háskólaboltinn er þessa dagana að rúlla af stað eftir langt sumarfrí. Íslensku leikmennirnir eru því eitt af einu að komast af stað.

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir lék sinn fyrsta leik með Tulsa háskólanum fyrir helgi. Þar vann liðið öruggan sigur á USAO 38-89.

Elín kom sterk af bekknum og lék 17 mínútur. Á þessum tíma tókst henni að komast ansi nálægt tvöfaldri tvennu en hún var með 10 stig og 8 fráköst.

 

Fréttir
- Auglýsing -