spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla"Finnst strákarnir hafa verið frábærir að undanförnu"

“Finnst strákarnir hafa verið frábærir að undanförnu”

Valur lyfti deildarmeistaratitlinum eftir tap fyrir Tindastóli í Origo Höllinni í lokaumferð Subway deildarinnar í kvöld. Næst á dagskrá hjá báðum liðum er úrslitakeppnin, en í henn mæta Íslandsmeistarar Vals liði Stjörnunnar og Tindastóll og Keflavík eigast við.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við Pavel eftir góðan sigur að Hlíðarenda:

Pavel…góður sigur, en skiptir þessi sigur einhverju máli?

Mjög góður sigur og auðvitað skiptir hann máli, við komum hérna á erfiðan útivöll gegn deildarmeisturunum sem eru svo að taka á móti bikar hérna og við vinnum…það er gott veganesti fyrir okkur.

Lagðir þú mikið upp úr því að setja allt í þennan leik og ná sigrinum?

Já, okkar takmark í dag var að spila 100% allan leikinn og leggja okkur fram. Við ætluðum ekki að mæta kæruleysislega inn í þennan leik þó hann skipti okkur ekki neinu máli…

Akkúrat. Ég tók eftir að Sigurður Gunnar spilaði ekki í kvöld, var það bara þín ákvörðun eða er um einhver meiðsli að ræða?

Neinei, engin meiðsli, við erum með breiðan hóp og við vorum að mæta liði í dag sem er með ákveðinn leikstíl og við bara aðlöguðum okkur að því og við notuðum hópinn til þess.

Nákvæmlega. Hversu vel er liðið tilbúið í úrslitakeppnina?

Bara eins vel og það verður! Það verður ekki aftur snúið úr því sem komið er, við erum að fara að spila í næstu viku. Það verður svo bara að koma í ljós hvort við séum nógu vel undirbúnir eða ekki.

Veistu hverjum þið mætið?

Já mér skilst að við fáum Keflavík.

En það skiptir kannski ekki öllu máli að þín mati…?

Við erum bara komnir á það stig keppninnar að hvaða andstæðingur sem er hefði verið erfiður. Einhverjar fyrirfram skoðanir á hlutunum eru bara alveg tilgangslausar. Við mætum bara með okkar besta fót og sjáum hvað gerist.

Einmitt. Eitt að lokum, mér fannst greining þín frábær á andlegum vandræðum Tindastóls eða jafnvel alls samfélagsins þarna fyrir norðan…hefur tekist að vinna eitthvað í því?

Ég ætla nú ekki að nefna þetta sem andleg vandamál Skagafjarðar sko! Það er nú helvíti dramatískt hjá þér! Meiningin í þessu var bara að við eins og öll önnur lið dílum við einhver vandamál, hvort það er vörn eða sókn eða óeining í liðinu eða hvað sem er…og Tindastóll hefur haft ákveðinn veikleika en mér finnst strákarnir hafa verið frábærir að undanförnu, það er mikill fókus og mikil jákvæðni og það er í raun og veru leiðin til að stoppa í þetta gat.

Sagði Pavel og spennandi að sjá hvernig Stólarnir koma inn í fyrsta leik úrslitakeppninnar!

Fréttir
- Auglýsing -