spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Brynjar snýr aftur í Vesturbæinn

Leikir dagsins: Brynjar snýr aftur í Vesturbæinn

Fimmtu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með einum risastórum leik. Það mætast liðin sem léku til úrslita á Íslandsmótinu á síðustu leiktíð.

Ljóst er að ekkert verður gefið eftir í kvöld en Tindastóll hefur harma að hefna eftir að hafa horft á KR lyfta titlinum í síðasta leik þessara liða fyrir utan Meistari meistaranna.

Þá mætir Brynjar Þór Björnsson aftur í DHL-höllina en eins og flestir vita fór hann frá KR í sumar til Tindastóls. Líklegt er að Brynjar fái góðar móttökur í Frostaskjólinu en hann þekkir hvert einasta krók og kima þar.

Einnig rúlla 32. liða úrslit Geysisbikarsins af stað með einum leik þar sem Vesturlandsliðin Grundafjörður og ÍA mætast. Þá fer fram einn leikur í 1. deild kvenna.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

KR – Tindastóll – kl. 20:00

1. deild kvenna:

Hamar – Fjölnir – kl. 19:15

Bikarkeppni karla:

Grundafjörður – ÍA – kl. 20:00

Fréttir
- Auglýsing -