spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStjarnan með öruggan sigur á Þór

Stjarnan með öruggan sigur á Þór

Fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Dominos deildar karla í kvöld. Grindavík sigraði Val í spennandi leik, Njarðvík lagði Hauka, Keflavík vann ÍR og Stjarnan bar sigurorð af liði Þórs.

Eftir kvöldið eru Tindastóll, Keflavík, Njarðvík og Stjarnan öll jöfn að stigum (8) í efsta sæti deildarinnar. Tindastóll þó með leik til góða gegn KR á morgun. Fari svo að KR sigri þann leik, verða þeir einnig í efsta sætinu, ásamt hinum liðunum fjórum.

Staðan í deildinni

 

Úrslit kvöldsins:

Grindavík 90 – 88 Valur
Stjarnan 89 – 73 Þór
ÍR 74 – 94 Keflavík
Njarðvík 99 – 89 Haukar

Fréttir
- Auglýsing -