spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÆsispennandi leikur í Smáranum - Keflavík vann á lokamínútunni

Æsispennandi leikur í Smáranum – Keflavík vann á lokamínútunni

Í kvöld mættust Breiðablik og Keflavík í Smáranum í 6. umferð Domino’s deildar kvenna 2018-2019. Eftir æsispennandi leik milli liðanna fór svo að lokum að Keflavík gat unnið á lokamínútunni, 78-85, eftir glæsilega frammistöðu Brittany Dinkins.

Fyrir leikinn

Isabella Ósk Sigurðardóttir, framlagshæsti íslenski leikmaður Breiðabliks, hafði meiðst á æfingu fyrir leikinn og ljóst að hún yrði ekki með á meðan að María Jónsdóttir, sem hafði skipt yfir í Keflavík úr Njarðvík fyrir tímabilið, var kominn í hóp eftir að hafa verið í Danmörku í byrjun tímabilsins. Telma Lind Ásgeirsdóttir var að koma aftur í fyrsta leik í Smárann eftir að hafa skipt yfir í Keflavík fyrir tímabilið.

Breiðablik hafði ekki unnið leik á tímabilinu hingað til en Keflavík hafði byrjað tímabilið með því að tapa fyrstu tveimur leikjunum en unnið næstu þrjá. Fyrir leikinn var Breiðablik með næst verstu vörn deildarinnar á meðan að Keflavík var með besta sóknarliðið.

Gangur leiksins

Blikar hófu leikinn betur og skoruðu 7 stig áður en Keflavík gat svarað með 6 stiga áhlaupi sjálfar. Liðin skiptust á að skora en Keflavík náði ágætri forystu í 14-21 þegar tæpar 8 mínútur voru liðnar. Þá hlóðu heimastúlkur í 8-0 áhlaup sem lauk með því að Kelly Faris setti stökk skot af dribblinu á lokasekúndu leikhlutans til að koma Blikum í 22-21.

Breiðablik hélt áfram að rúlla í öðrum leikhlutanum og tóku 12-2 áhlaup á fyrstu 90 sekúndunum áður en Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé til að messa aðeins yfir sínum stelpum. Sókn Keflavíkur virtist stöm og sú eina sem var að skora af einhverri alvöru var Brittany Dinkins, en hún skoraði 24 stig í fyrri hálfleiknum, sem lauk með öðru lokaskoti sem fór ofan í hjá Blikum. Í þetta sinn koma lokaskotið frá Björk Gunnarsdóttur, þristur sem kom stöðunni í 50-44 í hálfleik og ljóst að vörn Keflavíkur var ekki nógu góð miðað við stigaskor heimaliðsins.

Upphaf seinni hálfleiksins speglaði þann fyrri ansi skemmtilega, en Keflavík tók 7-0 áhlaup til að koma gestunum yfir, 50-51, áður en Blikar tóku leikhlé og hlóðu svo í sitt eigið 6 stiga áhlaup. Vörn liðanna var ekki upp á marga fiska í leikhlutanum en liðin gátu ekki hitt nægilega vel úr skotum sínum til að refsa fyrir það. Leikhlutanum lauk 16-19 og staðan því 66-63 þegar aðeins lokafjórðungurinn var eftir. Brittany var áfram öflug og var með 37 stig í fyrstu þrem leikhlutunum.

Hluturinn fóru að smella hjá Keflvíkingum í seinasta leikhlutanum og Katla Rún Garðarsdóttir, sem hafði ekki skorað stig fram að þessu, setti þrist til að koma Suðurnesjastelpunum yfir, 68-69. Eftir tvö stig í viðbót þegar tæpar fimm mínútur voru eftir tók Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Breiðabliks, leikhlé í stöðunni 68-71. Blikar gátu hins vegar ekki komist aftur yfir og þrátt fyrir ágætan lokakafla og að vera einu stigi frá gestunum fór svo að lokum að þær þurftu að byrja að brjóta til að stöðva leikklukkuna og lokastaðan varð 78-85.

Lykillinn

Brittany Dinkins átti frábæran leik og steig upp fyrir Keflavík þegar þær þurftu á því að halda. Hún lauk leik með 51 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar og 2 varin skot. Hún var langframlagshæst með 59 framlagsstig, setti 5 þrista í 10 tilraunum (50% 3ja nýting), fór aldrei út af (40 mínútur spilaðar) og setti 6 víti í röð á lokamínútunni til að tryggja sigurinn. Í liði Breiðabliks var Kelly Faris best með 24 stig, 17 fráköst og 3 stolna bolta. Hún spilaði allar 40 mínútur leiksins og var með 30 framlagspunkta í leiknum. Fram að þessu hafði Kelly verið með 4.4 villur að meðaltali í leik en fékk aðeins 2 villur dæmdar á sig í þessum leik.

Tölfræðin

Tölfræðilega voru liðin ekki langt frá hvert öðru en Keflvíkingar gátu haldið sér inni í leiknum með tvöfalt betri 3ja stiga nýtingu (11/28 í þristum, 39%) en Blikar (5/25 í þristum, 20%). Athyglisvert var að Keflavík komst illa á vítalínuna í leiknum, en þær tóku aðeins 8 víti á fyrstu 39 mínútum leiksins, öll í fyrri hálfleik. Á sama tíma tóku Blikastelpur 27 víti og hittu úr 19 þeirra. Munurinn á framlagi liðanna var aðeins 10 punktar, 91 hjá Breiðablik og 101 hjá Keflavík. Jafn og spennandi leikur.

Kjarninn

Breiðablik gat unnið sinn fyrsta leik í kvöld en voru einu skoti eða nokkrum vítum frá því að vinna Keflavík. Breiðablik virðist eiga betri leiki þegar erlendur leikmaður þeirra nær að halda sér inni á vellinum allan tímann, en hún hafði fram að þessu fengið reisupassann í 2 af 5 leikjum. Það má vera að þreyta hjá Kelly og Björk hafi haft áhrif á lokastöðuna, en þetta var ótrúlega jafn leikur þar sem ein sókn til eða frá gæti hafa breytt lokaútkomunni.

Samantektin

Keflavík er þá með fjóra sigra í röð eftir að hafa byrjað tímabilið með tvö töp og geta haldið áfram að sækja á hin toppliðin, en þær eru í 4. sæti deildarinnar eftir 6 umferðir. Breiðablik eru aftur á móti núna með 6 töp í röð og eru neðstar í deildinni án sigurs. Þær hafa verið í mörgum jöfnum leikjum en það fer að vera erfiðara að ná hinum liðunum eftir því sem það dregst lengra að þær nái sigri.

Tölfræði leiksins
Myndasafn (Bjarni Antonsson)
Viðtöl eftir leik:

Umfjöllun og viðtöl / Helgi Hrafn Ólafsson
Myndir / Bjarni Antonsson

Fréttir
- Auglýsing -