spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkallagrímur hefur aldrei unnið í Smáranum!

Skallagrímur hefur aldrei unnið í Smáranum!

Skallagrímur heimsækir Breiðablik í Domino´s-deild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:00 í Smáranum og er fyrsti leikurinn í fimmtu umferð deildarinnar. Á leið í leik kvöldsins er það staðreynd að Skallagrímur hefur aldrei unnið úrvalsdeildarleik í Smáranum!

Breiðablik og Skallagrímur mættust fyrst árið 1992 í úrvalsdeildarleik í Digranesi þar sem Blikar unnu 99-85, aðrir leikir liðanna fóru fram í Smáranum. Síðan hefur umtalsvert vatn runnið til sjávar og sagan auðvitað engan vegin dómbær á hvernig liðin ganga til leiks í kvöld en Borgnesingar eiga þetta eftir á „bucket“-listanum sínum. Að vinna í Kópavogi í úrvalsdeild. Síðast þegar liðin mættust í Kópavogi í efstu deild var það árið 2008 þar sem Blikar unnu 78-66. Alls eru þetta sex leikir sem liðin hafa spilað síðan 1992 í úrvalsdeild í Smáranum og Digranesi og Blikar unnið þá alla með 2-22 stiga mun.

Hlutskipti liðanna er ólíkt fyrir leikinn í kvöld. Blikar á botni deildarinnar án stiga og sýður á þeim eftir atburði síðustu umferðar en Skallagrímsmenn með 4 stig komandi af seiglusigri gegn ÍR. Það eru allar forsendur fyrir svakalegum slag í kvöld svo það eru fyrirtaks útgjöld fyrir veskið að leggja leið sína í Smárann í kvöld og slá tvær flugur í einu höggi þar sem Breiðablik og Keflavík mætast svo þar strax á eftir í Domino´s-deild kvenna.

Mynd/ Bára Dröfn – Bjarni Guðmann Jónsson og félagar í Skallagrím mæta í Smárann í kvöld. Tekst þeim að vinna sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í Smáranum í sögunni eða finnur Breiðablik sín fyrstu stig í deildinni?

Fréttir
- Auglýsing -