spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaB a (o) m b a í Grindavík!

B a (o) m b a í Grindavík!

Eftir breytingarnar hjá liði Grindavíkur í Dominos-deild karla á dögunum, var vitað að gulir myndu bæta við sig útlendingi og er kappinn mættur!  Hann heitir Tiegbe Bamba og er fæddur og uppalinn í Frakklandi en foreldrar hans eru frá Fílabeinsströndinni en flúðu þaðan til Frakklands.  Þ.a.l. gat hann fengið vegabréf frá Fílabeinsströndinni og hefur leikið með landsliði þess, nú síðast í sumar í forkeppni HM.

Bamba spilaði eitt tímabil í bandaríska háskólaboltnum, n.t. með Portland State Vikings í Big sky deildinni.  Lék þar 30 mínútur að meðaltali og skilaði 11,6 stigum og tæpum 7 fráköstum.  Það skilaði sér í að hann fékk samning í Pro A í Frakklandi.  Hefur síðan leikið í Grikklandi, byrjaði í Rúmeníu í fyrra en yfirgaf liðið vegna slæmra búsetuskilyrða (víst algengt í Rúmeníu….) og endaði tímabilið með Le Havre í Pro B í Frakklandi.

Bamba er ca 200 cm hár og tæp 100 kg, hefur bæði spilað sem bakvörður og framherji á ferlinum og mun væntanlega vera í síðarnefndu stöðunni hjá gulum í vetur.  Aðspurður sagði Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur þetta um kappann:

„Þetta er öflugur leikmaður sem hefur spilað á háu level hingað til og ætti því að geta hjálpað okkur í baráttunni en maður er eldri en tvæ vetur í þessum bransa, það er aldrei á vísan að róa í þessu!“

Bamba ætti að verða orðinn löglegur fyrir næsta leik gulra sem er á móti Val á heimavelli á fimmtudagskvöld.

Þetta youtube myndband er highlights frá síðasta tímabili Bamba, bæði í Frakklandi og með Fílabeinsströndinni.

 

Fréttir
- Auglýsing -