KR vann góðan sigur í Reykjavíkurslag kvöldins þar sem liðið heimsótti Valsara í Origo höllinni.
Leikurinn var tiltölulega jafn framan af en KR var alltaf skrefinu á undan. Geitin sjálf, Jón Arnór Stefánsson kláraði þennan leik hinsvegar fyrir KR með ótrúlegri frammistöðu í fjórða leikhluta.
Lokastaðan 79-94 fyrir KR. Valsarar eru enn án sigurs en KR hafa unnið þrjá leiki. Nánar verður fjallað um leikinn á Körfunni síðar í kvöld.