spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEndurkoma Skallagríms á lokamínútunni tryggði sigur

Endurkoma Skallagríms á lokamínútunni tryggði sigur

Æsispennandi leik lauk rétt í þessu í Fjósinu í Borgarnesi þar sem heimamenn unnu sigur á ÍR.

Fyrir leikinn höfðu Skallagrímur unnið einn leik og tapað tveim en ÍR hafði unnið tvo og tapað einum.

Fyrsti leikhluti byrjaði mjög vel fyrir Skallagrím sem náðu að vinna sér inn smá forskot en ÍR voru ekki langt á eftir þeim. Stemningin í húsinu var gríðarleg og barst hún til leikmanna Skallagríms. Staðan eftir leikhlutann 27-23.

Annar leikhluti var mjög jafn og spennandi. ÍR náðu að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Skallarnir voru að spila mjög vel og ná aðeins að fá forskotið sitt aftur ásamt því að Bjöggi treður síðan rosalega og kveikir í stuðningsmönnunum í Fjósinu. Staðan í hálfleik 53-45 fyrir Skallagrím.

Þriðji leikhluti byrjaði vel fyrir Skallagrím og náðu þeir að halda ÍR aðeins frá sér. ÍR vinna sig síðan inn í leikinn og komast yfir í lok 3. leikhluta.

Lokaleikhlutinn var mun betri hjá ÍR og komast 10 stigum yfir. Skallagrímur rífa sig þá í gang og koma með áhlaup á þá, þeir komast svo yfir þegar 24 sek eru eftir. ÍR fer í sókn og tapa boltanum en Skallar bruna fram og Bjarni setur 2 stig. ÍR eiga lokaskot frá miðju sem geigar og Skallagrímur ná í annan sigur sinn á þessu tímabili.

Borgnesingar unnu síðustu eina og hálfu mínútuna 10-0 og náðu þar með í þennan sigur með ótrúlegri endurkomu.

Besti leikmaðurinn í kvöld var Eyjólfur Ásberg. Hann setti 25 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Frábær leikur hjá honum í kvöld og var lykillinn af þessum sigri hjá Skallagrím. Hjá ÍR var Justin Martin atkvæðamestur með 25 stig. Frábær leikur í alla staði og spennan var í hámarki.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Væntanlegt)

Umfjöllun: Guðjón Gíslason

 

Fréttir
- Auglýsing -