Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild karla í dag.
Fjölnir sigruðu lið Selfoss heima í Dalhúsum, Hamar kjöldróg Snæfell í Stykkishólmi og Höttur lagði Þór á Akureyri í naglbít.
Eftir leiki dagsins er Hamar því eina taplausa lið deildarinnar, með fjóra sigra úr fyrstu fjórum leikjunum. Á hæla þeirra koma Höttur, Þór og Fjölnir. Öll með þrjá sigra og eitt tap
1. deild karla:
Snæfell 60 – 86 Hamar
Þór 87 – 88 Höttur
Fjölnir 84 – 73 Selfoss
Staðan í deildinni