spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaPétur: Þurfum helst að ná 20-30 stiga forskoti fljótlega

Pétur: Þurfum helst að ná 20-30 stiga forskoti fljótlega

Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var með kveikt á kímnigáfunni eftir leik þrátt fyrir tap:

Eigum við að segja að þið færist nær sigri? Þið getið alveg unnið leiki í þessari deild?

Við höfum alla veganna sýnt að við getum tapað leikjum! Við erum góðir í því. En svona miðað við aðra leiki þá er þetta kannski skref í rétta átt.

Þið lendið 10 stigum undir eða svo en náið að jafna – það er í fyrsta sinn í vetur sem þið náið að koma til baka.

Já akkúrat, við höfum verið að leiða en svo dettum við alveg til baka. En þetta er bara svona, svona þróaðist þessi leikur og næsti leikur mun þróast einhvern veginn allt öðruvísi. Við þurfum bara helst að ná 20-30 stiga forskoti fljótlega…

…já! Það er kannski bara besta stefnan?

Jú, eða kannski lenda undir 30! En þetta er náttúrulega sárt fyrir strákana, þeir bíða líka eftir fyrsta sigrinum, við erum ungt lið og óreynt. Menn voru staðráðnir í að mæta tilbúnir í dag en boltinn skoppaði upp úr hjá okkur að þessu sinni.

Meira má lesa um leikinn hér.

Umfjöllun: Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -