Stjörnumenn sem voru ósigraðir í fyrstu þrem umferðum úrvalsdeildarinnar komu í heimsókn í sláturhúsið í kvöld. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur, heimamenn jöfnuðu leikinn á 16 mínútu en það var Stjarnan leiddi í hálfleik 30 – 36. Stjörnumenn komu sterkir inn í seinni og leiddu fyrir fjórða leikhluta 44 – 54. Keflvíkingar stálu sigrinum undir lok fjórða leikhluta. Það var eins og heimamenn vildu þetta aðeins meira. Lokatölur 68-66.
Byrjunarlið:
Keflavík: Hörður Axel Vilhjámsson, Javier Seco, Reggie Dupree, Gunnar Ólafsson og Michael Craion
Stjarnan: Collin Anthony Pryor, Hlynur Elías Bæringsson, Paul Anthony Jones III, Ægir Þór Steinarsson og Antti Kanervo
Þáttaskil:
Fjórði leikhluti var gífurleg skemmtun. Slæm vítanýting gestanna undir lok leiksins og svakalegur þristur Reggie Dupree tryggði heimamönnum sætan sigur á Stjörnunni.
Tölfræðin lýgur ekki:
Stjörnumenn nýtu ekki vítin undir lok leiksins og þrátt fyrir þriggja stiga þurrð Keflavíkur dugði það heimamönnum til sigurs.
Hetjan:
Mantas Mockevicius kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og kom Keflvíkingum af stað í 4. leikhluta. Hann skildi allt eftir á parketinu í Sláturhúsinu.
Kjarninn:
Frábær varnaleikur þvingaði bæði lið í erfið skot hvað eftir annað. Stjörnumenn áttu leikinn, en náðu aldrei að hrista Keflvíkinga almennilega af sér það reyndist þeim dýrkeypt í lokinn.
Myndasafn (Skúli B. Sigurðsson)
Viðtöl:
Umfjöllun: Þormóður Logi Björnsson