Snæfell er áfram á toppi Dominos deildar kvenna eftir frækilegan sigur á Borgnesingum í dag. Leikurinn var í fimmtu umferð deildarinnar og hafa Snæfellskonur unnið fjóra leiki.
Engu mátti muna á milli liðanna allan leikinn og var mesti munurinn einungis níu stig. Þriggja stiga karfa frá Kristen McCarty þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma tryggði framlenginuna en lokastaðan var 70-70.
Segja má að Snæfell hafi verið í bílstjórasætinu alla framlenginguna en lokamínútan var æsispennandi og gat leikurinn dottið báðu megin. Að lokum vann Snæfell 81-78 í hreint ótrúlegum vesturlandsslag.
Kristen McCarthy átti alveg magnaðan leik og endaði með 42 stig! 24 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Borgnesingum fóru þær Shequila Joseph og Bryesha Blair fyrir sínu liði.
Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)
Snæfell-Skallagrímur 81-78 (19-15, 16-20, 20-18, 15-17, 11-8)
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 42/24 fráköst/8 stoðsendingar, Katarina Matijevic 11/6 fráköst, Angelika Kowalska 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Heiða Hlín Björnsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Thelma Hinriksdóttir 0.
Skallagrímur: Shequila Joseph 22/15 fráköst, Bryesha Blair 19/7 fráköst, Ines Kerin 16, Maja Michalska 10/9 fráköst/5 stolnir, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/6 fráköst/10 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0.