spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin frábær í evrópusigri Alba Berlin

Martin frábær í evrópusigri Alba Berlin

Fjórða umferð EuroCup fór af stað í kvöld með fimm leikjum. Í Mercedes Benz höllinni í Berlín tóku heimamenn Alba Berlía á móti pólska liðinu Arka Gdynia.

Martin Hermannsson var líkt og áður í eldlínunni hjá Alba. Hann átti virkilega góðan leik, endaði með 16 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Alba vann góðan sigur 82-68 þar sem liðið var í bílstjórasætinu allan leikinn.

Peyton Siva var óstöðvandi í leiknum fyrir Alba og endaði með 27 stig og 8 stoðsendingar.

Alba er þar með komið með þrjá sigurleiki eftir fjóra leiki og er í öðru sæti B-riðils. Liðið mætir Lokomotiv Kuban eftir viku en rússarnir sitja í efsta sæti riðilsins.

Fréttir
- Auglýsing -