Lykilleikmaður 3. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður nýliða KR, Kiana Johnson. Í sigri liðsins á Val í borgarslagnum skoraði Johnson 20 stig, tók 16 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 3 boltum. Í heildina skilaði þetta henni og liðinu heilum 32 framlagsstigum, en leikmaðurinn hvíldi í aðeins 16 sekúndur í leiknum.
Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins, leikmaður Snæfells, Angelika Kowalska og leikmaður Hauka, LeLe Hardy.
Lykilleikmaður 3. umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) October 17, 2018