Síðasti deildarleikur Valskvenna var á móti Njarðvík. Liðin í öðru og fjórða sæti. Leikurinn skipti Valskonur máli, því með sigri halda þær öðru sætinu, en tapi þær og Haukar vinna, þá lenda þær í þriðja sætinu. Njarðvíkurstúlkur eru og verða í fjórða sætinu. Leikurinn endaði með sigri Njarðvíkur, 73-79
Leikurinn byrjaði fjörlega, hraðar sóknir, kannski ekki fallegustu sóknirnar, en mikill hraði á báða bóga, hitnin ekkert til að hrópa húrra fyrir. Valskonur þó með yfirhöndina til að byrja með. Það sást vel á Valsbekknum að það var meira undir hjá þeim, töluvert meiri stemming þar. Valskonur leiddu eftir fyrsta leikhlutann 20-11. Skotnýtin Njarðvíkur ekki til útflutnings eða 20%.
Í öðrum leikhluta spilaði Njarðvík aðeins betur en því miður fyrir þær, þá gerðu Valskonur það líka. Þær virtust alltaf finna opnanir og setja ofan í stór skot, Njarðvík neyddist til að taka leikhlé í stöðunni 30-18, þar sem Rúnar þrumaði yfir sínum konum. Leikhléið jákvæð áhrif á Njarðvík þær sýndu mun meiri ákefð í vörninni og náðu aðeins að saxa á muninn, en Valskonur héldu sínu og stóðust pressuna að mestu og leiddu 40-30 í hálfleik.
Þegar seinni hálfleikur hófst var eins og stemmingin hafi flust frá Val yfir til Njarðvíkur, þær voru miklu grimmari bæði á vellinum og á bekknum. Á örskömmum tíma hafði Njarðvík minnkað muninn í 4 stig, þegar Óla var nóg boðið og tók leikhlé. Til að byrja með virtist það ekki hafa nein áhrif, en þegar Simone Costa kom inná breyttist leikur Valskvenna til hins betra, alveg eins og í fyrri hálfleik. En Njarðvík endaði leikhlutann betur, 56-49 og þetta er enn leikur.
Það var ekki liðin mínúta af fjórða leikhluta þegar Njarðvík var búið að minnka muninn í eitt stig, frábær samvinna Collier og Bríetar. Njarðvík komst síðan yfir þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Valskonur reyndu oft mjög hæpnar sendingar sem misheppnuðust og Njarðvík gekk á lagið. Njarðvík vann þennan leikhluta 17-30.
Hjá Val Simone stighæst með 16 stig ,Kiana og Dagbjört með 14. Ásta Júlía átti fínan leik með 15 fráköst. Collier var að vanda allt í öllu hjá Njarðvík, með 25 stig 15 fráköst. Raquel Lainero átti einnig stórgóðan leik með 20 stig. Lavina var einnig drjúg og svo átti Bríet fína innkomu í fjórða leikhluta.
Næst er það úrslitakeppnin sem hefst 3. apríl, Valur heimsækir Hauka á meðan Njarðvík heimsækja granna sína í Keflavík.
Myndasafn (Sigurður Eymundsson)