spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBorgnesingar komnir á blað eftir sigur á Grindavík

Borgnesingar komnir á blað eftir sigur á Grindavík

Í kvöld áttust Skallagrímur og Grindavík við í Fjósinu í annari umferð Dominos deildar karla. Skallagrímur hafði tapað fyrsta leik sínum í deildinni á móti KR á meðan Grindavík vann Breiðablik.

Leikurinn byrjaði með hörku vörn Skallagríms og var stemmning í liðinu. Skallagrímur voru að rífa niður fráköst og heldur betur að sýna hvað í þeim býr. Staðan 24-18 fyrir Skallagrím eftir 1. leikhluta.

Í öðrum leikhluta bæði lið mjög öflug en voru ekki alveg að hitta nógu vel. Skallagrímsmenn höfðu forskot en Grindvíkingarnir voru ekki langt á eftir. Sigtryggur Arnar var einungis með 2 stig í fyrri hálfleik en á meðan var Bjarni Guðmann mjög öflugur í Skallagríms liðinu. Staðan í hálfleik 43-39.

Í þriðja leikhluta fóru Skallagrímsmenn mjög vel af stað og voru með yfirhöndina. Stemmningin var Skallagríms megin og var stuðningurinn frábær eins og vant. Lítið gekk hjá Grindavík og var staðan eftir 3. leikhluta 74-58.

Í fjórða leikhluta fóru Grindavík betur af stað og voru grimmari í byrjun leikhlutans. Grindavík náðu að saxa muninn hægt og bítandi og náðu muninum niðrí eitt stig. Sigtryggur Arnar fékk sína fimmtu villu þegar 2:22 voru eftir af leiknum og endaði með 18 stig en 0/8 í þriggja stiga skotum, ekki hans besti leikur. Þegar 30 sek voru eftir af leiknum meiddist Terrell Vinson illa á hné og þurfti að fara af velli. Grindavík átti séns að jafna leikinn í 91-91 þegar 9 sek voru eftir en Ólafur Ólafsson klikkaði af þriggja stiga skoti sínu og braut síðan á Kristjáni sem setti bæði vítin sín niður og enduðu leikar 93-88 fyrir Skallagrím og náðu í sín fyrstu stig  á þessu tímabili.

Leikmaður leiksins var Eyjólfur Ásberg Halldórsson hjá Skallagrím sem var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Terrell Vinson stigahæstur með 27 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar.

Heilt yfir góður leikur og Skallagríms menn geta verið glaðir með sín fyrstu stig á þessari leiktíð.

Hjá Grindavík getur Arnar nagað sig í handabaukinn með 0/8 þriggja stiga skotum og 5 villur, ekki hans besti dagur.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun: Guðjón Gíslason

Fréttir
- Auglýsing -