spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Einar Árni snýr aftur í Þorlákshöfn

Leikir dagsins: Einar Árni snýr aftur í Þorlákshöfn

Önnur umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Spennandi verður að sjá hvaða lið ná að snúa genginu við eftir fyrstu umferðina eða halda uppteknum hætti.

Nýliðarnir leika báðir sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu en Blikar fá Stjörnuna í heimsókn en í Borgarnesi mæta Grindvíkingar.

Í Þorlákshöfn snýr Einar Árni aftur en nú sem þjálfari Njarðvíkur. Einar þjálfaði Þór Þ í þrjú tímabil við góðan orðstýr.

Valsarar freista þess svo að snúa við taflinu eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð. Það eru Bikarmeistararnir sem mæta í Origo höllina og því verðugt verkefni sem bíður Vals.

Leiki dagsins má finna hér að neðan:

Dominos deild karla:

Breiðablik – Stjarnan – kl. 19:15

Skallagrímur – Grindavík – kl. 19:15

Þór Þ – Njarðvík – kl. 19:15

Valur – Tindastóll – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -