Í kvöld áttust við Skallagrímur og Breiðablik í Fjósinu í Borgarnesi í Dominos deild kvenna. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum í deildinni og voru þá hungruð í leit af sínum fyrstu stigum.
Leikurinn byrjaði með góðri pressu hjá Skallagrím og fínni vörn beggja liða. Skallar komust hægt og bítandi í aðeins meira forskot en Blikar voru ekki mjög langt á eftir þeim. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-17 fyrir Skallagrím.
Í öðrum leikhluta náðu Skallar aðeins að auka forskotið en það var ekki mikið. Góð vörn hjá báðum liðum sem söfnuðu lítið af villum. Staðan í hálfleik 9 stiga munur 43-34 fyrir Skallagrím.
Í þriðja leikhluta byrjuðu Skallagrímur vel og voru að ná í stig í byrjun leikhlutans. Hjá Blikum var Kelly Faris að draga þær áfram með góðri spilamensku. Staðan eftir þriðja leikhluta 64-56 fyrir Skallagrím. Í fjórða leikhluta voru Skallagrímur óskynsamar í sókninni og voru að klúðra auðveldum skotum framan af. Á meðan var Breiðablik að saxa á forskotið en þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum jöfnuðu þær 69-69. Spennan var mikil í lokin og áttu Blikar boltann í lokasókninni en klúðruðu og endaði leikurinn 76-75 fyrir Skallagrím.
Besti leikmaður leiksins var hjartað í Skallagrímsliðinu, Sigrún Sjöfn. Hún átti góðan leik og setti 24 stig var með 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Í Breiðabliks liðinu var Kelly Faris best og var með 28 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar.
Heilt yfir góður sigur Skallagríms sem hefðu samt sem áður átt að hafa unnið meira sannfærandi. Blikar geta verið sáttar með sinn leik en ósáttar að hafa ekki tekið þetta í lokin.
Umfjöllun: Guðjón Gíslason