Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Monbus Obradoiro fara ágætlega af stað í spænsku ACB deildinni. Liðið er með tvo sigra eftir þrjá leiki.
Um síðustu helgi tapaði liðið hinsvegar illa gegn Iberostar Tenerife um síðustu helgi 78-52.
Þar lék Tryggvi sinn besta leik á Spáni til þessa þar sem hann var með 8 stig og 9 fráköst auk þess að hitta vel úr skotum sínum. Þar með varð hann lang framlagshæstur í liði Obradoiro í leiknum.
Obradoiro spilar á móti Valencia um næstu helgi en Tryggvi er einmitt í eign Valencia en í láni hjá Monbus.