Spænska B-deild kvenna fór af stað um síðustu helgi þar sem landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir var í eldlínunni.
Hildur leikur með liði Celta Vigo sem endaði í fyrsta sæti í A-hluta deildarinnar í fyrra og hefur mikla körfuboltahefð.
Celta vann fyrsta leik deildarinnar nokkuð örugglega 73-59. Hildur var með sterka tvöfalda tvennu, 18 stig og 10 fráköst.
Þar með varð hún stigahæst í leiknum og fer því frábærlega af stað. Celta leikur við Arxil í næstu umferð sem fer fram næsta laugardag.