Njarðvík hefur samið við tvo leikmenn um að taka slaginn með liðinu í Dominos deild kvenna á þessari leiktíð.
Júlía Scheving Steindórsdóttir snýr aftur til Njarðvíkur eftir árs fjarveru. Júlía söðlaði um og lék með Snæfell á síðasta tímabili en er nú mætt aftur í heimahagana. Á heimsíðu Njarðvíkur segir: Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur fagnar endurkomu Júlíu í grænt en hún og Ása Böðvarsdóttir Taylor sömdu við félagið um helgina.
Njarðvíkurliðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum þennan veturinn í bland við nokkra eldri leikmenn. Ljóst er að liðið fær öflugt verkefni í 1. deild kvenna en liðið tapaði fyrir Grindavík um helgina 79-66 í fyrsta leik deildarinnar. Fyrsti heimaleikur Njarðvíkur er svo 13. október gegn Hamri kl. 16.30.