spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMatthías: Áhugavert tap

Matthías: Áhugavert tap

Stjarnan vann ÍR í skemmtilegum leik í fyrstu umferð Dominos deild karla. Stjarnan kom til baka í seinni hálfleik eftir að ÍRingar höfðu verið mun sterkari í fyrri hálfleik.

Viðtal við Matthías Orra hér að neðan:

Matthías Orri var frábær í fyrri hálfleik en hvarf með liðinu í þeim seinni. Hann hafði þetta að segja eftir leik:

Það var ekkert að þessu í fyrri hálfleik, þið setjið 55 stig og allt gott að frétta. Veistu eitthvað frekar en ég af hverju þetta fór svona í síðari hálfleik?

Jah, við skorum náttúrulega ekki stig ég veit ekki hvað lengi í þriðja. Við brugðumst rosalega illa við því þegar þeir fóru að kötta á það að ég gæti tekið boltann upp. Við duttum í einhvern einstaklingsleik sóknarlega og vantaði alan strúktúr á þetta. Þeim tókst einnig að leysa svæðisvörnina okkar frekar vel. Mér fannst við vera of einsleitir og hefðum frekar átt að mixa þessu svolítið upp og fara í maður á mann-vörn.

Já, sóknarlega virtist vera algert ráðaleysi í síðari hálfleik hjá ykkur..

Jájá, við fengum Gerald inn fyrir tveimur dögum og undirbúningstímabilið hefur verið frekar slæmt hjá okkur. Ég er ánægður að sjá að við náðum að sýna það sama í fyrri hálfleik og við vorum að gera á síðasta tímabili – en við þurfum að finna leiðir til að leysa málin þegar ég er köttaður út og við munum gera það. Við erum bara komnir stutt, Stjarnan er komin mun lengra en við og er með hörku lið. Þeir áttu þetta meira skilið í dag. En þetta er áhugavert tap finnst mér, það er margt sem við getum séð svart á hvítu hvað það er sem er að angra okkur og við munum finna lausnir.

Fréttir
- Auglýsing -