Í kvöld kl 20:15 mætast Njarðvík og Keflavík í Ljónagryfjunni. Leikir þessara liða í gegnum árin verið hin besta skemmtun, en bæði eru liðin stórveldi í íslenskum körfubolta, þrátt fyrir að hvorugt hafi unnið þann stóra síðan 2008.
Nokkuð ójafnvægi hefur þó verið á leikjum liðanna í deildinni í Ljónagryfjunni síðustu ár, þar sem Keflavík hefur unnið þá alla síðan árið 2012. Allir hafa þeir verið spennandi, en Njarðvík bara ekki tekist að vinna sigur.
Spurning er hvort Njarðvíkingar nái að snúa þessari þróun við í kvöld.
Úrslit leikja Njarðvíkur og Keflavíkur í deildarleikjum í Ljónagryfjunni síðustu 5 ár:
2013 – Njarðvík 85:88 Keflavík
2014 – Njarðvík 74:86 Keflavík
2015 – Njarðvík 84:94 Keflavík
2016 – Njarðvík 81:88 Keflavík
2017 – Njarðvík 81:85 Keflavík
Viljir þú vinna þér inn miða á leik Keflavíkur og Njarðvíkur, þá mun Karfan draga út tvo slíka kl. 16:00 í dag:
https://www.facebook.com/karfan.is/photos/a.207434669298295/2263348537040221/?type=3&theater