Dominos deild karla hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Að lokum er það Stjarnan.
Stjarnan
Miklar væntingar eru gerðar til Stjörnunnar í vetur eftir vonbrigðatímabil í fyrra. Frábærir leikmenn hafa bæst við hópinn og kjarninn orðinn ansi þéttur. Landsliðsmenn í flestum stöðum og fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins á hliðarlínunni. Verður spennandi að fylgjast með liðinu á nýja parketinu í Ásgarði í vetur.
Spá KKÍ: 1. sæti
Lokastaða á síðustu leiktíð: 7. sæti
Þjálfari liðsins: Arnar Guðjónsson
Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Dúi Þór Jónsson. Gríðarlegt efni hér á ferð sem miðað við undirbúningstímabilið mun fá góð tækifæri í vetur. Hefur þroskast sem leikmaður síðasta árið og gæti minnt rækilega á sig á þessu tímabili.
Komnir og farnir:
Komnir:
Ægir Þór Steinarsson frá Tau Castello
Paul Anthony Jones III frá Haukum
Antti Kanervo frá Helsinki Seagulls (Finnland)
Ágúst Angantýsson frá Vestra
Magnús Bjarki Guðmundsson úr pásu
Farnir:
Darrell Combs til Englands
Róbert Sigurðsson til Fjölnis
Dagur Kár Jónsson til Raiffeisen Flyers Wels (Austurríki)
Marvin Valdimarsson til Álftanes
Viktor Marínó Alexandersson í Álftanes
Bjarni Geir Gunnarsson til Breiðabliks
Óskar Þór Þorsteinsson hættur
Viðtal við Arnar um komandi leiktíð: