spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHörður Axel: Ætlum okkur að vera eitt af toppliðum deildarinnar

Hörður Axel: Ætlum okkur að vera eitt af toppliðum deildarinnar

Dominos deild karla hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Þá er komið að Keflavík.

Keflavík

Keflvíkingar áttu furðulegt tímabil á síðustu leiktíð. Deildarkeppninn var vonbrigði en liðið átti þrusu einvígi gegn Haukum í úrslitakeppninni. Liðið hefur nú endurheimt Gunnar Ólafsson og Michael Craion sem gætu komið Keflavík í toppbaráttu.

Spá KKÍ: 5. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 8. sæti

Þjálfari liðsins: Sverrir Þór Sverrisson og Jón Guðmundsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Gunnar Ólafsson. Hann snýr nú til baka eftir fjögur ár í Bandaríkjunum því að einhverju leiti óskrifað blað í íslensku deildinni. Hefur verið í flottu formi í sumar og nálægt landsliðinu.

Komnir og farnir: 

Komnir:

Hörður Axel Vilhjálmsson frá Grikklandi

Gunnar Ólafsson frá St. Francis Brooklyn USA

Michael Craion frá SVBD (Frakklandi)

Mantas Mockevicius frá Litháen

Farnir:

Ragnar Örn Bragason til Þór Þ

Jón Arnór Sverrisson til Njarðvíkur

Daði Lár Jónsson til Hauka

Andrés Kristleifsson til Fjölnis

Viðtal við Hörð Axel um komandi tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -