spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur sigur Stóla í Síkinu

Öruggur sigur Stóla í Síkinu

Tindastóll vann nokkuð öruggan sigur á Þór Þorlákshöfn í Síkinu í kvöld þegar nýtt tímabil fór af stað í Dominos deildinni.
Gestirnir byrjuðu betur en heimamenn fundu fljótlega taktinn og komust yfir um miðjan fyrsta leikhluta með þristi frá Brynjari, þeim fyrsta af fjórum slíkum frá honum í kvöld.  Tindastóll leiddi með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta 22-15.  Tindastóll tók svo völdin á vellinum í byrjun annars leikhluta, byrjuðu á 14-0 kafla og náðu 21 stigs forystu.  Gestirnir voru ekkert á því að gefast upp og minnkuðu muninn í 9 stig en Urald King kom muninum aftur upp fyrir 10 stig fyrir hálfleik með tveimur vítum.  Þriðji leikhluti var mikill barningur og munurinn hélst lengst af rúm 10 stig en Þórsarar náðu að komast í 7 stiga mun en nær komust þeir ekki.  Stólarnir náðu 18 stiga forystu fljótlega í 4. leikhluta og litu ekki tilbaka eftir það.
Urald King var bestur í liði heimamanna með sterka tvennu, 25 stig og 13 fráköst og Dino Butarac var einu frákasti frá þrefaldri tvennu með 12 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst.  Hjá gestunum var Kinu Rochford langatkvæðamestur með 21 stig og 17 fráköst en hann þarf meiri hjálp frá liðsfélögum sínum.
Mynd: Dino átti hörkuleik í Síkinu

Tölfræði leiks

Myndir 

Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna
Fréttir
- Auglýsing -