Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Valsarar byrja tímabilið á því að fá Hauka í heimsókn en liðunum er spáð á svipuðum stað í deildinni. Það má því segja að leikurinn gæti orðið þýðingarmikill.
Valur birti myndband fyrr í dag undir yfirskriftinni “Biðin er á enda”. Myndbandið ætti að kveikja í stuðningsmönnum Vals sem ættu að fjölmenna á þennan fyrsta heimaleik vetrarins.