spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 13. sæti - New York Knicks - Nóg af Noah?

NBA Spáin: 13. sæti – New York Knicks – Nóg af Noah?

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

 

New York Knicks

Heimavöllur: Madison Square Garden
Þjálfari: David Fizdale

Helstu komur: David Fizdale, Kevin Knox, Mitchell Robinson
Helstu Brottfarir: Jeff Hornacek, Kyle O’Quinn, Michael Beasley

 

Körfuboltaliðið sem segist spila í Mekka körfuboltans er búið að vera í veseni undanfarin ár. Þeir losuðu sig þó við Carmelo Anthony í fyrra en sitja enn uppi með samninginn hann Joakim Noah í bókhaldinu. Það er samt einhver von í New York, sérstaklega er það tengt Lettanum Kristaps Porzingis sem er þeirra langbesti leikmaður. Hann verður þó fjarri góðu gamni fyrst um sinn. Liðið skipti um þjálfara og vonandi tekst Fizdale að berja einhverja hörku í þetta, svo það hreinlega verði líft í garðinum. Megi NBA deildin losa sig við James Dolan sem fyrst.

Styrkleikar liðsins eru ekki sérlega margir, Porzingis er frábær á báðum endum vallarins en þar sem hans mun ekki njóta við fyrst um sinn þá verður þetta ljótt fyrstu mánuðina að mati undirritaðs. Courtney Lee getur varist og ég er ágætis aðdáandi David Fizdale. Ungu leikmennirnir gætu verið flottir, það eru vonir bundnar við Kevin Knox eftir flotta sumardeild og Frank Ntiklina ætti að geta byggt á síðasta ári.

Veikleikar liðsins eru talsvert fleiri en styrkleikarnir. Varnarleikurinn verður í miklum vandræðum með Enes Kanter og Noah Vonleh mannandi miðjuna, breiddin er lítil sem engin og aðalskorari liðsins Tim Hardaway Jr. er meira þekktur fyrir pabba sinn og stjarnfræðilega vondan samning heldur en að vera góður í því að koma boltanum ofan í körfuna.

 

Fylgstu með: Kevin Knox. Strákurinn var flottur í sumardeildinni og virðist tilbúinn til þess að láta til sín taka.

 

Stuðningsmaðurinn segir (þegar ég bað hann um að segja mér hverju hann yrði spenntastur fyrir í vetur):

,,Úff, þú biður ekki um lítið”

-Hörður Unnsteinsson

 

Spáin: 28-54. 13. Sæti í Austurdeildinni.

 

Áður birt:
15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic

Fréttir
- Auglýsing -