spot_img
HomeFréttirNBA spáin: 14. sæti - Orlando Magic - Meiri uppbygging

NBA spáin: 14. sæti – Orlando Magic – Meiri uppbygging

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Orlando Magic

Heimavöllur: Amway Center
Þjálfari: Steve Clifford

Helstu komur: Mo Bamba, Steve Clifford.
Helstu Brottfarir: Frank Vogel, hárið á Elfryd Payton.

 

Þetta verður enn eitt uppbyggingartímabilið í Orlando og gallharðir stuðningsmenn þeirra á Íslandi (sem eru fleiri en ég hélt) þurfa að bíða aðeins lengur eftir því að liðið geri einhverja hluti. Liðið er mjög ungt, en með nokkra reynslubolta í bland og með þjálfara í Steve Clifford sem er þekktur fyrir að láta liðin sín spila leiðinlegann en árangursríkan bolta. Stóra spurningin varðandi liðið er enn og aftur sú sama: Hvað er Aaron Gordon

Styrkleikar liðsins eru ekki margir. En þarna í Orlando er að finna gríðarlega lengd. Það eru nær allir í leikmannahópnum þeirra 6-6 eða hærri. Liðið verður varnarsinnað og gæti jafnvel orðið ágætt á þeim enda vallarins. Mo Bamba, Jonathan Isaac, Jonathon Simmons og fleiri hafa yfir að búa miklum möguleikum varnarlega.

Veikleikar liðsins liggja sóknarlega. Hver er leikstjórnandinn í liðinu? Hver ætlar að skora stigin sem þarf að skora? Magic liðið er fullt af spurningum sem erfitt er að svara. Þeirra bestu sóknarmenn eru Aaron Gordon, Nicola Vucevic og Evan (ekki google það) Fournier. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

 

Fylgstu með: Mo Bamba. Fáránlega langur leikmaður sem getur skotið fyrir utan. Ennþá mjög grannur en ramminn er til staðar.

Stuðningsmaðurinn segir:
Þetta verður líklega ekkert svakalega fallegur bolti í vetur en ekki eins og væntingarnar séu miklar. Það virðist allavega vera einhver stefna í gangi hjá forsvarsmönnum með að byggja upp ofur-varnarsinnað lið. Steve Clifford ætti að vera fínn í slíkt hlutverk, svo lengi sem hann spilar ungu strákunum nóg. Mo Bamba á örugglega eftir að vera mjög klaufalegur fyrst um sinn en hann er samt spennandi Rudy Gobert-legt prospect. Ef við náum að spila e.k. Alibaba útgáfu af Detroit Pistons ’03-’08 vörninni og berjumst um sæti í úrslitakeppninni þá er þetta tímabil success

-Kristján Skúli Skúlason

 

Spáin: 27 – 55. 14. Sæti í Austurdeildinni

 

Áður birt:
15. Atlanta Hawks

Fréttir
- Auglýsing -