spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÓlöf Helga: Held við gætum komið skemmtilega á óvart

Ólöf Helga: Held við gætum komið skemmtilega á óvart

Dominos deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Næst á dagskrá eru Íslandsmeistararnir.

Haukar

Íslands-og deildarmeistarar síðustu leiktíðar misstu líklega besta leikmann sögunnar í Helenu Sverrisdóttur fyrir tímabilið. Það gefur yngri leikmönnum tækifæri á að taka ábyrgðina og springa út. Efnilegir leikmenn eru að koma upp sem gætu tekið stökkið á komandi tímabili.

Spá KKÍ: 6. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 1. sæti

Þjálfari liðsins: Ólöf Helga Pálsdóttir

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Sigrún Björg Ólafsdóttir. Þrátt fyrir ungan aldur höfum við séð mikið af Sigrúnu. Setti risastór skot í úrslitakeppnini í fyrra fyrir Hauka og mun halda áfram að þroskast á þessu tímabili.

Komnar og farnar: 

Komnar:

Lele Hardy frá Tapiolan Honka (Finnland)

Ólöf Helga Pálsdóttir frá Grindavík (þjálfari)

Bríet Lilja Sigurðardóttir frá Skallagrím

Eva Margrét Kristjánsdóttir byrjar aftur eftir pásu

Akvile Baronenaite frá Litháen

Farnar:

Helena Sverrisdóttir til Cegled, Ungverjalandi

Ingvar Þór Guðjónsson (þjálfari)

Ragnheiður Björk Einarsdóttir til Breiðabliks

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir til Breiðabliks

Dýrfinna Arnardóttir frí vegna meiðsla

Whitney Fraizer til USA

Fanney Ragnarsdóttir til Fjölnis

Viðtal við Ólöfu Helgu um komandi tímabil:

Fréttir
- Auglýsing -