Dominos deild karla hefst næstkomandi fimmtudagskvöld með fjórum leikjum. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð enda miklar breytingar á liðunum, sem eru að mestu tilkomnar vegna rýmkunar á reglum um fjölda erlendra leikmanna.
ÍR hafði fyrr í sumar samið við króatann Mladen Pavlovic um að leika með liðinu og hefur hann verið í Breiðholtinu í nokkrar vikur.
Hann þótti ekki standa undir væntingum og hefur samningi hans við ÍR nú verið sagt upp. Þetta staðfesti stjórn ÍR við Körfuna í gær.
ÍR fékk einnig á dögunum leikmanninn Justin Martin sem lék með Xavier og SMU háskólunum. Einnig hefur hann verið í liði Texas Legend í þróunardeild NBA deildarinnar.