spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur maður leiksins í Meistaradeildinni

Haukur maður leiksins í Meistaradeildinni

Þriðja umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu hófst í gær en liðin sem komast áfram úr þessari umferð komast í riðlakeppnina.

Einn íslendingur tekur þátt í Meistaradeildinni í vetur en það er Haukur Helgi Pálsson sem spilar með Nanterre 92. Franska liðið mætti finnsku meisturunum Karhu þar sem Íslandsvinirnir Flenard Whitfield og Kelvin Lewis léku á síðustu leiktíð.

Segja má að finnsku meistararnir hafi aldrei séð til sólar enda rúllaði Nanterre yfir þá 91-54. Þar með er Nanterre nánast komið með aðra hendina í riðlakeppnina en seinni leikurinn fer fram á fimmtudaginn í Frakklandi.

Haukur Helgi Pálsson var besti maður vallarins í kvöld og endaði með 18 stig. Við það bætti hann 3 fráköstum og 5 stolnum boltum. Auk þess hitti hann vel úr skotum sínum.

Fréttir
- Auglýsing -