Tveir æfingaleikir fóru fram í gær í mekka körfuknattleiks, Reykjanesbæ. Njarðvíkingar tóku á móti liði Skallagríms og þegar yfir lauk sigruðu Njarðvíkingar 96:78 í fjörugum leik þar sem ýmis tilþrif sáust.
Hinumegin við lækinn tóku Keflvíkingar á móti Haukum og fóru Haukar með sigur í hörkuleik. Staðfestar tölur úr leiknum eru ekki komnar í hús en Haukar sigruðu með 2 stigum samkvæmt heimildum.
Deildin í ár hefst með tívolíbombu þegar risarnir úr Reykjanesbænum mætast í Ljónagryfjunni í fyrstu umferð mótsins.