Það er heldur betur spenna að færast í leika á heimsmeistaramótin kvenna sem fram fer á Tenerife þessa dagana.
Átta liða úrslit mótsins hefjast í dag en þegar er einum leik lokið en Bandaríkin sem þykja ansi sigurstrangleg eru komin í undanúrslit. Nígería heldur áfram að koma á óvart sem og Belgía en bæði lið eru til alls líkleg.
Allir leikir mótsins eru í beinni útsendingu á Youtube rás FIBA. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag og verður í beinni útsendingu.
Upphitun fyrir átta liða úrslitin má finna hér að neðan en Karfan mun fylgjast með framvindu mála.