Hér á árum áður flugu þeir Cedric Ceballos og Shawn Marion um í NBA deildinni og voru hreint alls ekki að kvarta yfir því. En í nýútkominni glefsu af þætti Amazing Race sem við sögðum frá á síðasta ári þar sem að Ceballos og Marion tóku þátt í eru þeir kappar komnir í hæðir sem þeim þykir alls ekki vænt um að setja sig í.
Í myndbrotinu má sjá Ceballos fara í það verkefni að hanga yfir Geitárgljúfri og klára ákveðna þraut með því að sækja íslenska fánann. „Hæðir eru ekki minn tebolli, ekki frekar en að dingla svona í háloftunum en 29 þáttaraðir af The Amazing Race hafa verið hluti af fjölskyldu minni. Ég veit að börnin mín munu horfa á þetta. Þó svo að mig langi alls ekki að gera þetta þá geri ég það fyrir keppnina.“ sagði Ceballos áður en hann fór í þrautina. Stikluna má sjá hér að neðan.